Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Stjörnunnar, Hlynur Bæringsson. Í sigri sinna manna á Grindavík í Mustad Höllinni skoraði Hlynur 23 stig og tók 19 fráköst. Þá setti hann öll sjö vítaskot sín í leiknum niður.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður KR, Darri Hilmarsson, leikmaður Hauka, Emil Barja og leikmaður Tindastóls, Arnar Björnsson.
Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) November 20, 2017