Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez. Í naumum sigri sinna kvenna á Haukum skoraði Danielle úr tveimur vítum sem jöfnuðu leikinn fyrir Stjörnuna og komu þeim yfir á lokasekúndunum. Í heildina skoraði hún 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en hún spilaði allar mínútur leiksins.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Brittany Dinkins, leikmaður Breiðabliks, Sóllilja Bjarnadóttir og leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas.