Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas. Í sigri á Haukum í Borgarnesi skoraði Carmen 41 stig, tók 19 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Þá var hún með 49 í framlag í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru Kristen McCarthy úr Snæfelli, Brittanny Dinkins úr Keflavík og Hallveig Jónsdóttir úr Val.