Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Í sterkum sigri Íslndsmeistaranna á toppliði Vals skilaði Dinkins 35 stigum, tók 9 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Hauka, Helena Sverrisdóttir, leikmaður Breiðabliks, Ivory Crawford og leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas.