Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Við topp Austurstrandarinnar glötuðu Orlando Magic tækifæri til að halda í við Detroit Pistons og Boston Celtics í fyrsta og öðru sætinu þegar þeir töpuðu fyrir Nuggets í Denver. Vesturstrandarmegin sigruðu tvö efstu liðin bæði sína leiki, Houston Rockets lið Memphis Grizzlies og Golden State Warriors lið Philadelphia 76ers.
Eitt met var slegið í nótt þegar að leikmaður Los Angeles Lakers, Lonzo Ball, varð yngsti leikmaður frá upphafi til þess að ná í þrefalda tvennu, en hann skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í naumu tapi liðsins fyrir Milwaukee Bucks. Ball 20 ára og 15 daga gamall þegar hann náði þessu afreki, en fyrra metið átti Lebron James sem var 20 ára og 20 daga þegar hann skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leik gegn Portland Trail Blazers þann 19. janúar árið 2005.
Ári seinna, 21 árs og 113 daga setti Lebron James sama met fyrir úrslitakeppnina, sem enn stendur, en þá skoraði hann 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers gegn Washington Wizards 22 apríl árið 2006.
Atlanta Hawks 94 – 113 Washington Wizards
LA Clippers 103 – 111 New Orleans Pelicans
Sacramento Kings 91 – 118 New York Knicks
Memphis Grizzlies 96 – 111 Houston Rockets
Cleveland Cavaliers 111 – 104 Dallas Mavericks
Los Angeles Lakers 90 – 98 Milwaukee Bucks
Chicago Bulls 94 – 133 San Antonio Spurs
Philadelphia 76ers 114 – 135 Golden State Warriors
Orlando Magic 107 – 125 Denver Nuggets
Minnesota Timberwolves 110 – 118 Phoenix Suns
Brooklyn Nets 106 – 114 Utah Jazz