Í gærkvöldi braust út myndarlegur fögnuður hjá Njarðvíkurkonum er þær tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Maltbikars kvenna með spennusigri á Stjörnunni. Garðbæingar leiddu lungann úr leiknum en Njarðvíkingar spiluðu vel úr sínu á lokasprettinum og uppskráu langþráðan sigur, lokatölur 87-84.
Shalonda Winton skilaði 51 framlagspunkti í liði Njarðvíkinga með 39 stig, 21 frákast og 4 stoðsendingar. Þá var Danielle Rodriguez með 38 stig, 7 stoðsendingar og 8 fráköst í liði Stjörnunnar en hún lék allan síðari hálfleikinn á fjórum villum.
Stjarnan eins og áður segir stýrði lengst af í leiknum en Njarðvíkingar unnu fjórða leikhluta 25-15 og fögnuðu vel og innilega um leið og lokaflautið gall. Njarðvíkingar hafa tapað fyrstu sjö leikjunum sínum í Domino´s-deildinni og sigur gærkvöldsins því kærkominn.
Mynd/ Sahalonda Winton fór mikinn í liði Njarðvíkinga í gær.