Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins gegn Tékklandi á föstudaginn.

 

Leikmaður Njarðvíkur, Logi Gunnarsson og leikmaður Hauka, Kári Jónsson, eru elstu og yngstu leikmenn liðsins. Logi fæddur árið 1981, en Kári 16 árum seinna, 1997. 

 

Logi lék sinn fyrsta leik fyrir landsliðið árið 2000, en segja má að hann sé kominn í heilan hring. Því herbergisfélagi Loga í hans fyrstu ferð var faðir Kára, leikstjórnandinn Jón Arnar Ingvarsson.

 

Samkvæmt Loga var Jón honum afar góður ráðgjafi í þessum fyrstu leikjum. Því mætti gera því í skóna að hér væri á ferðinni gullið tækifæri fyrir Loga að greiða til baka fyrir þá hjálp.