Bikarblær er á þessum þriðjudegi en yngri flokkar eru nú á fullu í bikarnum og þá eru tveir leikir í 1. deild kvenna í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Þá eins og gefur að skilja er dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins í hádeginu í dag.

Ármann og Fjölnir mætast í Íþróttahúsi Kennaraháskólans en Ármenningar eru enn á höttunum eftir sínum fyrsta sigri á meðan Fjölniskonur eru í 4. sæti 1. deildar með 3 sigra og 2 tapleiki.

Þá mætast Hamar og ÍR í Frystikystunni í Hveragerði en nýliðar ÍR hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni en Hvergerðingar eru í 5. sæti með einn sigur og þrjá tapleiki.

Allir leikir dagsins