Í kvöld hefst sjötta umferðin í Domino´s-deild karla en ljóst er að toppliðum deildarinnar mun fækka eftir kvöldið þar sem Keflavík og Tindastóll eigast við í TM-Höllinni kl. 19:15.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15:

Þór Akureyri – Njarðvík
Haukar – Höttur
Keflavík – Tindastóll
Þór Þorlákshöfn – ÍR

Þá er Vesturlandsskjálfti á boðstólunum í 1. deild karla þegar Skallagrímur og Snæfell eigast við í Borgarnesi kl. 19:15. Borgnesingar taplausir á toppi deildarinnar en Hólmarar í 4. sæti með þrjá sigra og tvo tapleiki til þessa.

Allir leikir dagsins

Mynd/ Hjalti Árna – Hester og félgar í Tindastól mæta í toppslag í TM-Höllina í Keflavík í kvöld.