Í kvöld lýkur áttundu umferð í Domino´s-deild karla þegar Þór Þorlákshöfn og nýliðar Vals mætast í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport 3.

Þór hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum og sigur í 11. sæti deildarinnar með 2 stig en nýliðar Vals hafa unnið tvo deildarleiki í röð og eru í 9. sæti með 6 stig.

Þá eru nokkrir bikarleikir í yngri flokkum og KR og Grindavík mætast í unglingaflokki karla kl. 18:15 í DHL-Höllinni en nánara yfirlit fyrir alla leiki dagsins má sjá hér.
 

Mynd/ Illugi Steingrímsson og Valsmenn mæta í Þorlákshöfn í kvöld.