Lárus Jónsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn KR-b

 

Hvað vann leikinn í kvöld?

Ég myndi segja kannski í seinni hálfleik að þá vorum við meira bara að spila okkar leik. Við náttúrulega vissum að þeir yrðu dálítið þreyttir þegar að liði á leikinn og vorum búnir að tala um að vera þolinmóðir. Við náðum eitthvað aðeins í lokin að hægja á Marcus Walker sem var einfaldlega ótrúlegur í fyrri hálfleik, setti upp sýningu og hitti úr 10 af 11 skotum. Hann var að hitta úr flot-skotum og öllu og finna liðsfélagana sína, við réðum bara ekkert við hann í fyrri hálkleiknum.

Hvernig voru þið stemmdir að fara mæta þessum fyrrum frábæra úrvalsdeildarleikmanni?

Ég man bara að þegar hann var seinast að spila á Íslandi þá var ég ennþá að spila. Held að menn hafi verið svolítið stressaðir í fyrri hálfleik, að vera mættir í DHL-höllina og margir strákarnir okkar eru bara ennþá í unglingaflokki. Sviðið er svolítið stórt, þeir eru að mæta Helga Magg og Magna ásamt öðrum og þó að þetta sé eitthvað b-lið þá gætu þeir eflaust unnið flest liðin í 1. deild.

Ertu sáttur við útkomuna, var þetta skemmtilegt?

Já, ég myndi segja að þetta hafi verið góð skemmtun fyrir áhorfendur. Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu inn í seinni hálfleikinn og voru bara að spila sinn leik, þeir voru ekkert hræddir og bara nutu þess að spila körfubolta.