Ísland leikur á móti Tékklandi í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld kl. 17:00. Leikurinn verður í beinni á RÚV2, en útsending hefst kl. 16:50.

 

Landsliðið hefur átt góðan dag í Pardubice í Tékklandi. Þar sem að æfing var tekin í morgun og fundur í hádeginu. Hægt er að fylgjast með liðinu í gegnum Snapchat aðgang Karfan.is.