Landslið Íslands mun í dag hefja leik í undankeppni EuroBasket 2019 þegar þær taka á móti sterku liði Svartfjallalands. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er í beinni útsendingu á RÚV.

 

Í gær fór liðið saman í heimsókn á Barnaspítala Hringsins með gjafir til krakkana sem dvelja þar, veggspjöld, lyklakippur, boli, bolta og færanlega körfu. Hittu þær þar mikið af skemmtilegum krökkum, en myndir má sjá í færslu körfuknattleikssambandsins hér fyrir neðan.

 

Mynd / KKÍ