Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Los Angeles sigruðu heimamenn í Lakers topplið Detroit Pistons. Um mikinn liðssigur að ræða þar sem að sjö leikmenn þeirra skoruðu 10 stig eða meira í leiknum, atkvæðamestur þeirra Julius Randle, sem skoraði 17 stig og tók 7 fráköst á þeim 17 mínútum sem hann spilaði. Fyrir gestina var það bakvörðurinn Reggie Jackson sem dróg vagninn með 17 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit næturinnar

 

Sacramento Kings 83 – 101 Indiana Pacers

Phoenix Suns 122 – 114 Brooklyn Nets

Oklahoma City Thunder 110 – 91 Milwaukee Bucks

Detroit Pistons 93 – 113 Los Angeles Lakers