Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stærsti leikur næturinnar á milli stórveldanna Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Þó Celtics hafi aðeins unnið 1 titil á síðustu 32 árum, þá hafa liðin unnið samtals 33 titila. Þess má geta að öll önnur lið deildarinnar hafa unnið í heildina 38 titla, það þriðja mesta Chicago Bulls með 6.

 

Celtics verið á mikilli siglingu í upphafi tímabils og með sigrinum á Lakers í nótt unnið síðustu 10 leiki og eru sem stendur með besta sigurhlutfall allra liða deildarinnar. Atkvæðamestur fyrir Boston í leiknum var miðherjinn Aron Baynes með 21 stig og 8 fráköst á meðan að fyrir Los Angeles var það Brandon Ingram sem dróg vagninn með 18 stigum og 7 fráköstum.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Indiana Pacers 97 – 112 Detroit Pistons

New York Knicks 99 – 112 Orlando Magic

Los Angeles Lakers 96 – 107 Boston Celtics

Miami Heat 126 – 115 Phoenix Suns

Minnesota Timberwolves 101 – Golden State Warriors