Leikmaður Boston Celtics, Kyrie Irving, komst í fréttirnar á síðasta tímabili fyrir það að halda því fram að jörðin væri flöt. Þessar skoðanir sínar staðfesti hann svo í viðtali við  Holding Court podcast Geno Auriemma í síðustu viku. Segist Irving ekki vera reyna að líta út eins og brjálaður einstaklingur með því að halda þessu fram.

Segir hann enn frekar að:

 

"Þegar ég fór sjálfur af stað með að rannsaka þetta komst ég að því að það er ekki til nein raunveruleg mynd af jörðinni, ekki ein raunveruleg mynd af jörðinni. Einnig höfum við ekki komið til tunglsins síðan 1961 eða 1969. Þetta fer allt saman að líta út eins og samsætiskenning."

 

Upphaflega hafði Irving ljóstrað þessari skoðun sinni upp í Road Trippin podcasti Channing Frye síðasta vetur, en fyrir þetta tímabil var hann einnig spurður út í þetta í útvarpsþætti á 98.5 The Sports Hub's Toucher & Rich og sagðist hann þá hafa að einhverju leyti verið að grínast. Sagði hann þá:

 

"Sjáið til, hérna er svarið mitt. Mig langar bara að við getum átt heiðarlegt samtal. Þessi ummæli mín snéru öllu á hvolf, sem varð til þess að fólk fór að sjá mig fyrir sér sem minna greindan mann, bara vegna þess að ég trúi því að jörðin sé flöt og þið haldið að hún sé hnöttur.

 

"Þó að ég sjái hlutina á annan hátt en þið, þýðir það að ég sé minna greindur en þið? Þið ættuð að rannsaka þetta sjálf, ekki vera að spyrja mig. Þegar allt kemur til alls, þá munuð þið finna og trúa því sem þið viljið, en ekki gagnrýna mig fyrir það."