Kristen McCarthy gerði 50 stig fyrir Snæfell í kvöld en Hólmarar máttu engu að síður fella sig við 100-91 ósigur gegn Keflavík.

 

Áður hafði McCarthy sett stigametið þetta tímabilið þegar hún gerði 53 stig gegn Skallagrím þann 8. október síðastliðinn.

 

McCarthy var einnig með 6 stig og 3 stoðsendingar í kvöld en á leiktíðinni er hún með 33,8 stig, 13 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

 

Brittanny Dinkins var með myndalega þrefalda tvennu fyrir Keflavík í kvöld. Endaði með 35 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Skúli B. Sigurðsson)

 

Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 sto?sendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 sto?sendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valger?ur Benón?sdóttir 4, Katla Rún Gar?arsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0.

 
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigur?ardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst, Inga Rósa Jónsdóttir 0.