ÍR sigraði sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna í gærkvöldi þegar þær lögðu Hamar í Hveragerði með 43 stigum gegn 41. Liðin því jöfn að stigum eftir leikinn í 5.-6. sæti deildarinnar.

 

 

Þáttaskil

Þáttaskilin komu of seint fyrir heimastúlkur en síðasta skot leiksins geigaði hjá Þórunni þegar leiktíminn var að renna út. Lokatölur 41-43 og ÍR fagnaði vel sínum fyrstu stigum í vetur. Hamarsstúlkur fundu ekki fjölina sína í skotum framan af leik en ÍR konur voru klókar og miklu áræðnari í byrjun. þær lögðu grunn að sigrinum í fyrstu 3 leikhlutunum og dugði að setja aðein 5 stig í síðasta leikhluta.

 

Tölfræðin lýgur ekki

16-26 í hálfleik segir sitt um skotnýtingu beggja liða. Í lokin var ÍR með 30% FG nýtingu meðan Hamar náði sinni nýtingu upp í 18% með óttrúlegum lokakafla. Hamar vann aðeins einn leikhluta, þann síðasta með 18 stig gegn 5 ÍR stigum.

 

Kjarninn

ÍR miklu sterkari í fyrri hálfleik og Hamarsstúlkur algerlega heillum horfnar með 10% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Skotnýting Hamarskvenna var þeim helst að falli en ÍR hélt haus og áttu heilt yfir sigurinn skilið.

 

Góður dagur hjá Hönnu Þrastardóttur hjá ÍR sem setti 14 stig og 18 framlagsstig meðan Þórunn Bjarnadóttir stýrði leik Hamars og skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og með 4 stoðsendingar.

 

Slæmur dagur Engin ein tekin út en Hamar bjargaði andlitinu á frábærum lokaleikhluta og gerði leikinn spennandi fyrir áhorfendur.

 

Tölfræði

 

 

Umfjöllun / Anton Tómasson