Íslandsmeistarar KR hafa samið við bandaríkjamanninn Zac Carter um að leika með þeim í Dominos deildinni fram yfir jól. Carter ekki íslenskum körfuknattleiksáhangendum ókunnur, en hann hefur það sem af er vetri leikið með Skallagrím í 1. deildinni. Carter er 23 ára bakvörður sem skilaði 27 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í 6 leikjum fyrir Skallagrím.

 

Fyrir var Jalen Jenkins sem erlendur leikmaður hjá KR, en hann mun verða áfram.

 

Aðspurður sagði þjálfari KR, Finnur Freyr Stefánsson:

 

"Í ljósi aðstæðna vegna lygilega fjölda meiðsla þá ákvaðum við að nýta það tækifærið sem bauðst að ráða Zac til starfa. Með þá Jón Arnór, Arnór og Vilhjálm Kára alla frá í lengri tíma auk þess sem Pavel verður ekki leikfær á næstu vikum eru stór skörð hoggin í leikmannahópinn."

 

Þá hafa Sigurður Þorvaldsson, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson allir verið að eiga við meiðsl framan af móti.

 

Um hlutverk Carter sagði Finnur:

 

"Okkur vantar því leiikstjórnanda til að bakka upp Björn og mun hlutverk Zac vera að spila þær mínútur þegar Björn og Jalen eru útaf. Jalen mun áfram vera í því lykilhlutverki sem hann hefur verið í"