Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit í Maltbikarkeppni karla og kvenn. Vesturbæjarlið KR í karla- og kvennaflokki eru á leið á Suðurnesin þar sem karlaliðið og ríkjandi bikarmeistarar KR mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni en kvennaliðið mætir tvöföldum meisturum Keflavíkur í TM-Höllinni.

Leikið verður í 8-liða úrslitum 10. og 11. desember næstkomandi.

8-liða úrslit karla
Keflavík-Haukar
Breiðablik-Höttur
Tindastóll-ÍR
Njarðvík-KR

8-liða úrslit kvenna
Keflavík-KR
Njarðvík-Breiðablik
Snæfell-Valur
Skallagrímur-ÍR

Mynd/ nonni@karfan.is – Pétur Hrafn Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ liðsinnti Hannesi Jónssyni með bikardráttinn í dag.