Skallagrímur tók á móti KR í bikarkeppni KKÍ, drengjaflokki.  Leikið var í Fjósinu, Borgarnesi.

 

KR spila í 1.deild og höfðu unnið 3 sigra en tapað einum leik. Skallagrímur hins vegar spilar í 2.deild og hafa unnið 4 sigra og tapað einum leik.

 

Dómarar eru ekki af verri endanum. Jón Svan Sveinsson og Bjarki Þór Davíðsson.

 

1.leikhluti.

 

Liðin byrja á því að skiptast á körfum en KR byrjar að herða vörnina og skot Skalla hætta að detta. KR byrjuðu að keyra upp hraðan og kláruðu leikhlutan, 16-27.

 

2.leikhluti.

 

Annar leikhluti var þvílík skemmtun. Liðin fóru að skiptast á körfum en leikmenn Skallagríms fóru að hitta og varnarleikurinn fór í gang. Skallagrímur skoraði 36 stig í leikhlutanum gegn 27 stigum KR. Staðan í hálfleik 52-54 fyrir KR.

 

Arnar Smári og Marínó Þór spiluðu vel í hálfleiknum hjá Skallagrím en hjá KR voru það þeir Danil og Veigar Áki sem voru atkvæðamestir.

 

 

3.leikhluti.

 

Seinni hálfleikurinn byrjar með flugeldasýningu frá Arnari Smára. Skoraði að vild og var að setja skot lengst utan af velli. Jafnaði leikinn í 70-70 en þá vöknuðu KR og náðu að loka leikhlutanum með 4-15 hlaupi. Staðan fyrir síðasta leikhlutan 74-85.

 

4.leikhluti.

 

Skallagrímur náði forskoti KR niður í 82-89 um miðbik leikhlutans en KR lokaði leiknum með  7-21 kafla og kláraði leikinn örugglega, 89-110.

 

Hjá Skallagrím voru það þeir Marínó Pálmason og Arnar Smári atkvæðamestir en Daníel og Sigurður voru einnig flottir.

 

Hjá KR voru það Danil og Veigar Áki sem voru hvað flottastir. 

 

Upp og Áfram!!!!

 

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson