Úrvalsdeildarlið Hattar hefur samið við bakvörðinn Kelvin Lewis um að leika með félaginu. Er hann þriðji erlendi leikmaðurinn sem að Höttur fær til sín á tímabilinu, en fyrst létu þeir Taylor Stafford róa, áður en Aron Moss fer nú sömu leið.

 

Lewis er 29 ára gamall og með víðtæka reynslu úr heimi körfuboltans. Spilað áður í Svíþjóð, Finnlandi, Grikklandi, Ungverjalandi sem og í bandarísku NBA G deildinni.

 

Í kvöld mun leikmaðurinn leika sinn fyrsta leik þegar að Höttur heimsækir Þór á kureyri í 16 liða úrslitum Maltbikarkeppninnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Þór Tv.