Fimmtu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með einum leik er Keflvíkingar fá Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn. Bæði lið unnu sigra í síðustu umferð en það var þriðji sigur Keflavíkur á tímabilinu en einungis sá fyrsti hjá Þór. 

 

Áhugaverður leikur fer fram í DHL-höllinni þegar KR b tekur á móti Breiðablik. KR b inniheldur gamlar kempur á borð við Fannar Ólafsson, Skarphéðin Ingason og Ólaf Ægisson. Það verður þó heldur betur góður gestur með KR b í leiknum en hinn eftirminnilegi Marcus Walker tekur fram skónna á ný og leikur með liðinu í þessum eina leik. Walker lék síðast með KR árið 2011 þegar að liðið varð Íslandsmeistari og skoraði það tímabil 26 stig, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum.

 

Alla leiki dagsins má finna hér að neðan:

 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deild karla:

Keflavík – Þór Þ – kl. 20:00 í beinni á Stöð 2 Sport

 

Maltbikarkeppni kvenna:

Fjölnir – Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni á Fjölnir TV
 

Maltbikarkeppni karla:

KR b – Breiðablik – kl. 20:00 í beinni á KR TV
 

1. deild karla:

Vestri – Hamar – kl. 19:15 í beinni á Jakinn TV

Snæfell – ÍA – kl. 19:15