Fimmtudaginn 16. nóv. fór fram leikur milli Hattar og Keflavíkur í Brauð og Co. Höllinni í Domino‘s deild Karla í körfubolta. Dauft var í stuðningsmönnum heimamanna þar sem gengi Hattar hefur ekki verið stuðningsmönnum uppá bjóðandi. 

 

Þáttaskil

 

Höttur byrjaði ágætlega og varðist maður á mann með aga og skipulag en um leið og Keflavík fór að gera hið sama fann Höttur ekki leið að körfunni og áttu erfitt með að setja niður þrista. Það áttu Keflavíkingar ekki í vandræðum með og ef þristurinn fór ekki niður gripu þeir oft frákastið. Um miðjan fyrsta leikhluta fóru Keflvíkingar að koma sér í þægilega forystu, um 11 stig en þessa forystu náði Höttur aldrei að minnka.

 

Bilið milli liðanna breikkaði jafnt og þétt því lengra sem á leikinn leið. Kevin Lewis var stigahæstur Hattarmanna með 16 stig og átti hann þokkalegan leik þar sem hann var með 5 stöðsendingar og 5 fráköst. Keflvíkingurinn Daði Lár átti einnig fínasta leik þar sem hann var með 14 stig, sjö fráköst og tvær stöðsendingar.

 

Hetja Leiksins 

 

Stanley Earl Robinson nýjasti leikmaður Keflavíkur er hetja leiksins en hann var með 15 stig í lok leiks, 5 fráköst og þrjár stöðsendingar. Hann var þó aðeins með 50% nýtingu úr vítaköstum af fjórum vítum.

 

Tölfræðin Lýgur ekki 

 

Nýting Hattar af vellinum var afskaplega slök eða aðeins 38% þar sem þeir hittu 24 af 63 og töpuðu þeir boltanum 21 sinni og nýtti Keflavík sér það oft. Bekkur Keflvíkinga var ansi góður þar sem þeir skoruðu jafn mörg stig og byrjunarliðið, þar er að segja 46 stig hvor. Á meðan var jafnvægi milli bekks og byrjunarliðs Hattar mun verri þar sem aðeins 18 stig þeirra kom af bekk þeirra. 

 

Kjarninn 

 

Hattarmenn byrjuðu leikinn af krafti, þar sem það var bæði agi og skipulag í leik þeirra. En eftir sjöttu mínútu náði Keflavík að slíta sér frá Hetti og komust í 19-6 eftir 8 mínútu leik. Höttur átti í erfiðleikum með að sækja á þessa forustu og ekki hjálpaði til hversu oft þeir gáfu Keflvíkingum boltann. Þessi 13 stiga munur hélst nær allan leikinn fram að fjórða leikhluta en þá var mest allt loft farið úr Hattarmönnum og jókst forusta Keflvíkinga. Leikurinn endaði með 26 stiga forskoti Keflvíkinga, 92-66.

 

Tölfræði leiksins.

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun:  Aron Steinn Halldórsson, Hjalti Valgeirsson og Hemmert Þór Baldursson