Keflavík sigraði granna sína úr Njarðvík, 74-54, í 7. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar á meðan að Njarðvík er ennþá án sigurs og í því 8.

 

Gangur leiks

Það voru heimastúlkur í Keflavík sem byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-13. Við þessa forystu bættu þær svo við í öðrum leikhlutanum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn 20 stig, 46-26.

 

Í seinni hálfleiknum náði Njarðvík aðeins betri tökum á leiknum, en gekk þó ekkert með að vinna muninn niður. Eftir þrjá leikhluta leiddi Keflavík enn með 19 stigum. Í lokaleikhlutanum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla nokkuð öruggum 20 stiga sigri í höfn, 74-54.

 

Atkvæðamestar

Hjá Keflavík var Brittanny Dinkins atkvæðamest með 27 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Fyrir gestina úr Njarðvík var það Shalonda Winton sem dróg vagninn með 15 stigum, 20 fráköstum og 4 stoðsendingum.

 

Tölfræði leiks