Keflavík og Njarðvík eru þau lið sem fá flest stig af bekknum í Dominos deildum karla og kvenna.

 

Í Dominos deild kvenna er Njarðvík að fá 23 stig, Keflavík 20 stig og Valur þriðju flest með 15. Fæst stig fær lið Skallagríms af tréverkinu, eða tæp 7 í leik.

 

Í Dominos deild karla er það Keflavík sem fær flest stig af bekknum eða tæp 37, í öðru sæti er Tindastóll með 30 og í því þriðja Haukar með tæp 28 stig skoruð af bekknum í hverjum leik. ÍR fær fæst stig allra af bekk sínum eða um 16 að meðaltali í leik.

 

Hér fyrir neðan má sjá útreikninga fyrir deildirnar sem að Rúnar Birgir Gíslason tók saman.

 

 

Dominos deild kvenna:

 

 

 

Dominos deild karla: