Tíundu umferð Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. 

 

Í Hafnarfirði vann Snæfell góðan útisigur á Haukum en Snæfell hefur gengið brösuglega síðustu vikur. Stjarnan vann Njarðvík og í Keflavík höfðu heimakonur sigur á Breiðablik en gestirnir unnu sigur í fyrri leik liðanna. 

 

Síðasta leiknum lauk svo rétt í þessu en Valur náði í góðan sigur í Borgarnes og eru því eitt á toppnum eftir leiki kvöldsins. Leiknum í Borgarnesi lauk síðast vegna þess að hálftíma pása varð á leiknum vegna meiðsla Sigrúnar Sjafnar. 

 

Nánari umfjöllun og viðtöl úr leikjum kvöldsins eru væntanleg á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

Úrslit kvöldsins: 

 

 

Dominos deild kvenna:

 

Haukar 68-77 Snæfell