Keflavík sigraði Fjölnir í 16 liða úrslitum Maltbikarkeppni karla með 85 stigum gegn 76. Keflavík fer því áfram, en Fjölnir hefur lokið keppni þetta árið.

 

Heimamenn í Keflavík byrjuðu leik kvöldsins mun betur en gestirnir úr Grafarvogi. Eftir fyrsta leikhluta var forysta þeirra strax orðin nokkur, 25-9. Liðsmenn Fjölnis tóku þó eilítið við sér í öðrum leikhlutanum, en forysta heimamanna var þó 18 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 49-31.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins leit ekki mikið út fyrir að Fjölnir myndi ná að vinna sig aftur inn í leikinn. Fyrir lokaleikhlutann leiddu heimamenn í Keflavík með 22 stigum, 68-46. Í lokaleikhlutanum gerði Keflavík svo það sem þurfti til að sigla 9 stiga sigri heim að lokum.

 

Stigahæstur heimamanna í leiknum var Magnús Már Traustason með 21 stig á meðan að fyrir gestina var það Samuel Prescott sem dróg vagninn með 37 stigum.

 

Keflavík verður því í pottinum á morgun þegar dregið verður í 8 liða úrslitum Maltbikarkeppni þessa árs.

 

Tölfræði leiks