Justin Shouse nýr aðstoðarþjálfari Stjörnunnar lýsir nýju hlutverki sínu í gamla góða liðinu

 

"Við settum meiri pressu á þá undir lokin og jukum ákafann." sagði Justin Shouse eftir að Stjarnan náði að vinna Þór Akureyri, en heimamenn voru ca. 10 stigum á eftir gestunum næstum því allan leikinn. Honum fannst Hlynur Bæringsson og Róbert Sigurðssn stíga upp á lokamínútunum og var mjög sáttur með sigurinn.

Stjarnan átti góðar 5 mínútur að mati Justins í kvöld og geta byggt á því. "Þessar 5 mínutur þurfa að verða að 40 mínútum. Það gerist ekki í dag og ekki á morgun, en þetta kemur hægt og rólega."

Justin segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í körfuboltasalinn en undarlega upplifun að vera á bekknum allan leikinn."Stundum bið ég næstum Hrafn um að skipta mér inn á. Hann veit samt alveg að ég get ekki dekkað neinn lengur." Í tvær vikur hefur hann verið að mæta á æfingar og hjálpa til eins og hann getur og segir það frábært að geta lagt sitt af mörkum, en þó auðvitað með öðrum hætti.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.