Snæfell hefur gert samning við Júlíu Scheving Steindórsdóttur um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna. Júlía er uppalin í Njarðvík, en hefur ekkert leikið það sem af er vetri með liðinu. Fyrsti leikur hennar með meistaraflokki Snæfells verður komandi miðvikudag þegar að Snæfell heimsækir Keflavík.

 

Á síðasta tímabili skilaði Júlía 5 stigum að meðaltali í leik í Dominos deildinni með Njarðvík. Þá var hún hluti af undir 20 ára liði Íslands sem tók þátt í Evrópumóti síðasta sumars.