Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í háskólaboltanum en í gærkvöldi mættu Davidson liði UNC Wilmington á heimavelli. Davidson sigraði leikinn nokkuð örygglega 108:81 þar sem að okkar maður, þrátt fyrir að spila aðeins 22 mínútur skilaði glæsilegum tölum.  19 stig, 5 stoðsendingar og 6 fráköst var línan hjá Jóni í gær en hann lenti snemma í villluvandræðum og spilaði lítið í fyrri hálfleik.  Stigahæstur hjá Davidson var Peyton Aldridge sem setti persónulegt met þegar hann skoraði 37 stig.