Jón Axel Guðmundsson gerði 15 stig í nótt þegar Davidson skellti Hampden-Sydney skólanum 106-55 í bandaríska háskólaboltanum. Um var að ræða æfingaleik en tímabilið hjá Jóni og félögum er að skríða af stað.

Jón Axel var í byrjunarliðinu og skoraði sín 15 stig á 21 mínútu en bætti við 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Næsti leikur Davidson er 10. nóvember næstkomandi gegn Charleston Southern.