Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var í gær valinn leikmaður vikunnar í Atlantic 10 deild bandaríska háskólaboltans ásamt leikmanni Dayton Josh Cunningham. Verðlaunin þau fyrstu sem veitt eru fyrir þetta tímabil, en þau eru fyrir fyrstu leikina spilaða 10.-12. nóvember síðastliðinn.
Jón var nálægt þrennunni í 110-62 sigri sinna manna á Charleston Southern skólanum. Skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Skilvirkni hans á vellinum með mikilli prýði, þar sem að hann tapaði boltanum aldrei, var 7/10 í heildarskotum, 5/8 úr djúpinu og 5/5 af vítalínunni.
.@DavidsonMBB Jon Axel Gudmundsson had 24 points and just missed a triple-double in Davidson’s season-opening win, earning him Co-Player of the Week honors – https://t.co/vKT3w8Mub7 pic.twitter.com/xNNnDnwbMS
— Atlantic 10 MBB (@A10MBB) November 13, 2017