Davidson háskólinn fer vel af stað í Bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel Guðmundsson leikur með liðinu og var á eldi í fyrsta leiknum í gær.
Liðið mætti Charleston Southern í þessum fyrsta leik og er óhætt að segja að leikurinn hafi verið leikur kattarins að músinni. Lokastaðan var 110-62 og lék Davidson sér að andstæðingunum á stórum köflum.
Jón Axel átti frábæran leik fyrir liðið og daðraði við þrennu. Hann endaði með 24 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Hann hitti úr fimm þriggja stiga körfum en liðið var með 26 þriggja stiga körfur í leiknum sem er nýtt met hjá skólanum.
'Cats win the season opener! Gudmundsson finishes with 24p 9rb and 8a, Grady and Aldridge finish with 23 and 18 respectively. It was a special night in Belk Arena… You can catch them here again Tues night when they face UNC Wilmington at 7pm! #CatsAreWild pic.twitter.com/qY2Y2jPcP5
— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) November 11, 2017