Davidson háskólinn fer vel af stað í Bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel Guðmundsson leikur með liðinu og var á eldi í fyrsta leiknum í gær.

 

Liðið mætti Charleston Southern í þessum fyrsta leik og er óhætt að segja að leikurinn hafi verið leikur kattarins að músinni. Lokastaðan var 110-62 og lék Davidson sér að andstæðingunum á stórum köflum.

 

Jón Axel átti frábæran leik fyrir liðið og daðraði við þrennu. Hann endaði með 24 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Hann hitti úr fimm þriggja stiga körfum en liðið var með 26 þriggja stiga körfur í leiknum sem er nýtt met hjá skólanum.