Jólamót Vals verður haldið þann 9.-10. desember næstkomandi en mótið er fyrir minniboltaflokka 9 ára og yngri.
Samkvæmt mótshöldurum munu árgangar keppa innbyrgðis en yngri en 5 ára spila á enn lægri körfur. Leiktími er 1 x 12 mínútur og spila öll lið amk 4 leiki.
Skráning er hafin á Gunnar@Valur.is en í skráningunni þarf að fylgja fjöldi liða, iðkenda og kyn. Skráningafrestur er til föstudagsins 1. desember næstkomandi.
Frábært tækifæri fyrir körfuboltaiðkendur yngri en 9 ára að taka þátt í skemmtilegu körfuboltamóti í miðri jólaösinni. Mótið fer fram í Valshöllinni og fá allir þátttakendur verðlaunapening.