Íslenska karlalandsliðið mun hefja leik í undankeppni HM 2019 með tveimur leikjum í nóvember. Um er að ræða nýtt fyrirkomulag og nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Fyrsti leikurinn hjá strákunum fer fram í Tékklandi gegn Tékkum föstudaginn 24. nóvember og síðan hér heima í Laugardalshöll gegn Búlgaríu þann 27. nóvember. Lokakeppnin sjálf fer svo fram í Kína eftir tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKÍ nú í morgunsárið.

Craig Pedersen þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa landsliðshópinn fyrir landsliðsgluggann í nóvember. Liðið mun halda til Tékklands mánudaginn 20. nóvember til æfingar og dvalar fram að leik gegn heimamönnum á föstudeginum 24. nóvember. Útileikurinn verður sýndur beint á RÚV 2. Liðið ferðast svo heim daginn eftir og mun mæta til leiks á mánudaginn 27. nóvember í Höllinni og leika gegn Búlgaríu. Auk Tékklands og Búlgaríu leika Finnar með okkur í riðli og koma þeir til Íslands í næsta glugga í seinnihluta febrúar 2018.

Haldinn verður blaðamannafundur sunnudaginn 19. nóvember þar sem Craig Pedersen þjálfari og leikmenn verði klárir í viðtöl áður en farið verður til Tékklands morguninn eftir.

Landsliðshópur karla · Nóvember 2017

Nafn – Lið F.ár – Hæð – Landsleikir

Brynjar Þór Björnsson
KR 1988
192 67

Haukur Helgi Pálsson Briem
Cholet Basket (FRA) 1992 198
61

Hlynur Bæringsson
Stjarnan 1982
200 116

Jakob Örn Sigurðarson
Boras Basket (SWE) 1982 190
85

Kári Jónsson
Haukar 1997
192 5

Kristófer Acox
KR 1993
198 30

Logi Gunnarsson
Njarðvík 1981
192 143

Martin Hermannsson
Charleville Reims (FRA)
1994 194
56

Ólafur Ólafsson
Grindavík 1990
194 20

Pavel Ermolinskij
KR 1987
202 67

Sigtryggur Arnar Björnsson
Tindastóll 1993
180 5

Tryggvi Snær Hlinason
Valencia (ESP) 1997 215
24

Alls voru 24 leikmenn skráðir til FIBA fyrir þennan fyrsta glugga og má sjá lista þeirra hér að neðan. Þjálfararnir hafa síðan valið þá 12 leikmenn sem munu mæta til leiks að þessu sinni.

Fjórir bakverðir eru ekki með frá því í sumar á EuroBasket 2017 í sumar eru frá af ýmsum ástæðum. Inn koma þrír bakverðir og einn framherji í þeirra stað. Þetta eru þeir Kári Jónsson frá Haukum, Sigtryggur Arnar Björnsson frá Tindastól, Ólafur Ólafsson frá Grindavík og Jakob Örn Sigurðarson frá Boras Basket í Svíþjóð, en Jakob Örn er nú með í fyrsta sinn með landsliðinu síðan hann var með á EM 2015 í Berlín, en Jakob Örn er með mikla reynslu sem mun nýtast liðinu vel í komandi leikjum.

Eftirtaldir leikmenn eru frá að þessu sinni:

Jón Arnór Stefánsson: Frá vegna meiðsla.
Ægir Þór Steinarsson: Á leiki á Spáni á sama tíma en liðið hans leikur ekki í efstu deild og þarf því ekki að gefa leikmenn lausa í landslið samkvæmt reglum FIBA.
Elvar Már Friðriksson: Í skóla í USA en NCAA er ekki undir FIBA og var vitað að hann kæmist ekki í landsliðsverkefni í vetur.
Hörður Axel Vilhjálmsson: Gaf ekki kost á sér að þessu sinni.

24 manna hópur skráður til FIBA:
Martin  Hermannsson – Charleville Reims (Frakkland)
Haukar Helgi Pálsson Briem – Cholet Basket (Frakkland)
Hlynur Bæringsson Stjarnan
Tryggvi Snær Hlinason Valencia (Spánn)
Logi Gunnarsson – Njarðvík
Pavel Ermolinskij – KR
Ægir Þór Steinarsson – Tau Castello (Spánn)
Brynjar Þór Björnsson – KR
Kristófer Acox – KR
Jón Arnór Stefánsson – KR
Kári Jónsson – Haukar
Matthías Orri Sigurðarson – ÍR
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll
Ólafur Ólafsson – Grindavík
Axel Kárason – Tindastóll
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Grindavík
Dagur Kár Jónsson – Grindavík
Tómas Hilmarsson – Stjarnan
Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Njarðvík
Hörður Axel Vilhjálmsson – Astana (Kasakstan)
Breki Gylfason – Haukar
Pétur Rúnar Birgisson – Tindastóll
Jakob Örn Sigurðarson – Boras Basket (Svíþjóð)
Emil Karel Einarsson – Þór Þorlákshöfn