Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins komandi fösyudag þegar að þeir mæta heimamönnum í Tékklandi. Í morgun kom liðið saman á sinni fyrstu æfingu í borginni Pradubice. 

 

Karfan spjallaði við einn af eldri leikmönnum liðsins, Jakob Örn Sigurðarson, eftir æfingu í morgun. Jakob lék síðast fyrir liðið á lokamóti EuroBasket 2015 og sagðist hættur eftir það, en ákvað að taka fram landsliðsskóna fram á nýjan leik eftir að hafa verið hvattur til þess af þjálfurum liðsins.