Íslenska landsliðið mun í dag mæta Slóvakíu ytra í öðrum leik sínum í undankeppni EuroBasket, en þeim fyrsta töpuðu þær fyrir Svartfjallalandi síðastliðna helgi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 17:00.

 

Þjálfarar liðsins tilkynntu 12 manna hóp liðsins í gær, en frá liði síðustu helgi koma þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir inn í liðið fyrir Rögnu Margréti Brynjarsdóttur og Ragnheiði Benónísdóttur.

 

 

Leikur dagsins

 

EuroBasket:

Slóvakía Ísland – kl. 17:00 í beinni útsendingu RÚV 2