Þessa stundina fer fram leikur Ísland og Búlgaríu í undankeppni HM 2019. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum og því mikilvægur leikur. Staðan í hálfleik er 43-35 fyrir Íslandi. 

 

Ísland leiðir með átta stigum í hálfleik og hefur liðið leikið frábærlega á köflum. Jakob Örn Sigurðarson er stigahæstur í liðinu með 13 stig og Martin Hermansson með 12 stig. Þá mætti Tryggvi Snær Hlinason heldur betur til leiks en hann var með 3 varin skot strax á upphafsmínútunum og gerði mikið fyrir liðið. 

 

Vonandi heldur liðið uppteknum hætti í seinni hálfleik en hann er í beinni útsendingu á Rúv 2. Nánar verður fjallað um leikinn og viðtöl við leikmenn og þjálfara koma eftir leik.