Fyrsti leikur Íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni Eurobasket 2017 fer fram næstkomandi laugardag. Leikurinn er gegn sterku liði Svartfjallalands og fer fram í Laugardalshöllinni kl 16:00. 

 

Ísland er í riðli með Bosníu, Svartfjallalandi og Slóvakíu en annar leikur Íslands fer fram í Slóvakíu þann 15. nóvember næstkomandi. Markmiðið var að komast á þetta lokamót Eurobasket og því mikilvægt að fylla höllina og styðja stelpurnar til sigurs. 

 

Miðasala er hafin á Tix.is og því hægt að tryggja sér miða fyrir þennan mikilvæga leik í tíma. Blaðamaður Karfan.is var á blaðamannafundi í hádeginu og verða viðtöl við þjálfara og leikmenn síðar í dag.