Ingvar Þór Guðjónsson þjálfar Hauka eftir tap gegn Breiðablik í Maltbikar kvenna

 

Hvað fór úrskeiðis hjá Haukum í kvöld?

Við bara vorum ekki nógu fókúseraðar, gerðum mistök sem við höfðum talað um að við ættum ekki að vera gera og gáfum þeim auðveldar körfur. Svo vorum við bara hræddar, einhver hræðsla þarna í lokin að taka leikinn og klára hann. Fjögur stig uppi með tvær mínútur eftir og þá kemur eitthvað "panic".

Blikar náðu að halda ykkur undir 70 stigum og Cherise var ekki að skora mikið í leiknum. Hvað var í gangi þar?

Blikar spiluðu mjög "physical" og héldu og ýttu og allt það en við vissum alveg að þær myndu gera það. Cherise hitti illa og það hefur kannski haft einhver áhrif á sjálfstraustið hjá henni í framhaldinu en hún átti ekki góðan leik, ekkert frekar en margir aðrir leikmenn

Nú fáið þið allavega smá tíma fram að næsta leik til að vinna í ykkar málum. Eitthvað sérstakt sem þið ætlið að einbeita ykkur að?

Við þurfum fyrst að hugsa um hausinn á okkur og komast til botns í því hvað það er sem er að angra okkur. Við höfum ekki verið að spila vel undanfarna leiki, langt í frá. Eftir Valsleikinn hefur leiðin legið svolítið niður á við, fyrir utan kannski 5 mínútur á móti Keflavík. Annars höfum við verið að spila frekar illa og þurfum að komast til botns í því.