Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna í dag. Í Seljaskóla tekur ÍR á móti Fjölni, Hamar mætir Þór á Akureyri og í Mustad Höllinni mætast Grindavík og Ármann.
Bæði hafa ÍR og Fjölnir unnið síðustu tvo leiki sína, en fróðlegt verður að sjá hvort liðið nær að halda sinni sigurgöngu áfram.
Leikir dagsins
1. deild kvenna:
ÍR Fjölnir – kl. 16:30
Þór Akureyri Hamar – kl. 16:30 í beinni útsendingu Þór Tv
Grindavík Ármann – kl. 16:30