Heil umferð fer fram í Dominos deild kvenna í dag þegar fjórir leikir fara fram í tíundu umferð. 

 

Í Hafnarfirði fá heimakonur Snæfell í heimsókn sem hefur einungis unnið einn leik í deild af síðustu fimm. Í Borgarnesi mætir Valur í heimsókn en bæði lið eru með 12 stig á toppi deildarinnar.

 

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur hafa harma að hefna er Breiðablik sækir þær heim. Njarðvík mætir svo Stjörnunni í Garðabæ en Njarðvík sló einmitt Stjörnuna úr leik í bikarkeppninni í byrjun mánaðar.

 

Í 1. deild kvenna freistar KR þess svo að vinna enn einn sigurinn en liðið fær Ármann í heimsókn.

 

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is í dag.

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Haukar – Snæfell – kl. 19:15
 

Skallagrímur – Valur – kl. 19:15 
 

Keflavík – Breiðablik – kl. 19:15 
 

Stjarnan – Njarðvík – kl. 19:15 
 

1.deild kvenna:

 

KR – Ármann – kl. 19:15