Hrafn Kristjánsson var ekki sáttur með sína menn eftir tapið gegn ÍR í kvöld, ekki einu sinni varnarlega:

 

Það er kannski frekar augljóst að vörnin hjá ykkur er fín, 80 stig í framlengdum leik er ekki slæmt, og vandamálið er sóknarleikurinn hjá ykkur?

 

Mér fannst nú vörnin ekki vera góð þegar hún þurfti virkilega að vera góð í seinni hálfleik. Þeir voru bara í miklum vandræðum með okkur í fyrri hálfleik og við vorum að framkvæma öll þessi varnaratriði frábærlega. Svo skipta þeir bara í eitthvað svæði og byrja að öskra og baula en þessi svæðisvörn var bara ekkert merkileg og í hvert skipti sem við höfðum einbeitingu til að hlaupa akkúrat það sem við eigum að hlaupa á móti svona 3-2 svæðisvörn þá fengum við alltaf sniðskot eða eitthvað gott. En við vorum alltof flöktandi, efuðumst alltof mikið um okkur sjálfa og fórum að gera einhverja aðra hluti alltof oft, sókn eftir sókn. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn og það er fúlt. Við þurfum að fara svolítið betur yfir það.

 

Einmitt. Nú var Stefan Bonneau ekki með í dag, hvað er að frétta af honum?

 

Eigum við ekki að segja að það verði gefið út opinberlega á morgun. Við vitum hvað hefur komið út úr þessum rannsóknum sem hann hefur farið í og erum að vinna úr niðurstöðunni.

 

Líklega taka flestir undir þær vonir að fréttirnar verði góðar á morgun og Stefan geti farið að gleðja körfuboltaáhugamenn landsins aftur. Ef maður á að lesa í þetta verður þó að teljast líklegt að sú von sé veik.

 

Nánar má lesa um leikinn hér. 

 

Viðtal: Kári Viðarsson