Hildur Björg Kjartansdóttir leikmaður Leganes var besti leikmaður liðsins í tapi gegn Almeria í gær. Leganes sem spilar í spænsku B-deildinni hafði byrjað tímabilið vel og unnið alla leiki sína til þessa. 

 

Hildur var með tvöfalda tvennu í leiknum eða 18 stig og 11 fráköst á 29 mínútum en Leganes tapaði 71-57. Hún er með 12,2 stig og 8,3 fráköst að meðaltali í fyrstu sex leikjum tímabilsins og er í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu. 

 

Leganes er í öðru sæti deildarinnar eftir sex leiki en einungis Gran Canaria hefur unnið fleiri leiki en það. Leganes mætir einmitt Gran Canaria í næstu umferð þann 11. nóvember. Leganes verður án Hildar í þeim leik en hún heldur nú til Íslands til móts við landsliðið sem leikur tvo leiki í undankeppni Eurobasket 2019 þann 11. og 16. nóvember.