Öðrum leik Íslands er lokið í undankeppni HM 2019. Ísland lék frábærlega á köflum í fyrri hálfleik og leiddi 43-35 eftir hann.

 

Tékkland elti allan leikinn eða allt þar til lítið var eftir að liðið komst í fyrsta skipti yfir. Ísland gekk þá illa að ná forystuna aftur og staðreyndin að lokum sársvekkjandi tap gegn Búlgaríu 74-77.

 

Næsti leikur Íslands í riðlinum er þann 23. febrúar 2018. Þá mætir liðið Finnlandi á heimavelli en Finnana þekkjum við vel frá Eurobasket 2017 og eigum harma að hefna. 

 

Helstu tilþrifin úr leiknum má finna í þessu fína myndbandi hér að neðan: