Fimm leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Úrslitin að einhverju eftir bókinni þar sem að Keflavík sigraði Hött á Egilsstöðum, Tindastóll lið Þórs í Síkinu og Stjarnan Þór Akureyri í Ásgarði. Heldur meira komu á óvart sigrar Vals á ÍR í Hellinum og sigur Hauka á Íslandsmeisturum KR í DHL Höllinni.

 

Þá fór einn leikur fram í 1. deild karla þar sem að heimamenn í Skallagrím unnu lið Vestra.

 

Staðan í Dominos deildinni

Staðan í 1. deildinni

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

 

Höttur 66 – 92 Keflavík 
 

KR 66 – 81 Haukar 
 

Stjarnan 92 – 84 Þór Akureyri 
 

ÍR 76 – 91 Valur
 

Tindastóll 92 – 58 Þór 
 

 

1. deild karla:

Skallagrímur 106 – 96 Vestri