Hörkuleikur í Brauð og Co. Höllinni í gærkvöld þar sem Grindavík tók á móti Hetti í 5. umferð Domino‘s Deild karla. Höttur neðstir í deildinni án sigurs á meðan Grindavík situr í áttunda sæti með 4 stig eftir 4 umferðir. 

 

 

Þáttaskil 

Mætti segja að Hattarmenn hafi ekki mætt nógu gíraðir í þennan leik þar sem þeir litu út fyrir að vera flatir og orkulausir. Eftir fyrri hálfleik var staðan 32-56 og gríðarlegur munur var á liðunum. Grindvíkingar spiluðu virkilega vel, biðu eftir réttu skotfærunum og nýttu þau, á sama tíma sintu þeir varnarvinnu sinni 100% og spiluðu hápressuvörn á Hött sem kom þeim í mikil vandræði þegar kom að því að finna sér leið að körfunni.

 

Tölfræðin lýgur ekki 

Höttur var með 38% skotanýtingu í leiknum og hittu þeir aðeins 28 af 72 skotum sínum, gekk þeim ósköp illa frá fyrsta leikhluta að nýta skotfæri sín. Voru bæði lið með 72% nýtingu af vítalínunni en Grindavík var með 21 af 29 á meðan Höttur hitti aðeins 8 af 11 vítaskotum sínum, en það eru jafn mörg vítaskot og Rashad leikmaður Grindavíkur fékk og setti niður.  

 

Hetjan

Rashad Whack var hetja leiksins að okkar mati en hann var með 27 stig 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Hann setti niður 5 af 7 þristum sínum með 71% nýtingu og 72% nýtingu af vítalínunni með 8 af 11 vítaskotum. Rashad átti ekki í erfiðleikum með að skora fyrir utan 3ja stiga línuna þrátt fyrir góða „dekkun“ á sér, oft var það ótrúlegt að skotin skuli hafa farið niður. Hann var einnig duglegur að keyra að körfunni og ná sér í vítaskot.  

 

Kjarninn

Leikurinn var í höndum Grindavíkur allan tímann, alveg frá fyrstu mínútu. Mættu þeir með kraft og vilja til sigurs í kvöld og leit Grindavík út fyrir að vera manni fleiri allan leikinn. Eftir þennan leik skríða Grindvíkingar í 4. sæti með 6 stig á meðan Hattarmenn sitja enn eftir neðstir með 0 stig. 

 

Tölfræði leiks

 

 

Umfjöllun / Hemmert Þór Baldursson

 

Viðtöl: