Þessa stundina fer fram leikur Skallagríms og Vals í Dominos deild kvenna. Heil umferð fór fram í kvöld og er þremur leikjum lokið en leikurinn í Borgarnesi er enn í gangi. 

 

Eftir einungis fimm mínútna leik meiddist lykilleikmaður Skallagríms, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir illa. Hún virtist hafa farið úr axlarlið og kalla þurfti til sjúkrabíl. 

 

Hálftíma stopp var á leiknum meðan sjúkraflutningamenn komu Sigrúnu á börur og hlúðu að henni. Leikmenn og þjálfarar hituðu svo aftur upp áður en leikur hófst á ný. Nánar verður fjallað um meiðslin og leik liðanna síðar í kvöld. 

 

Vonandi eru meiðslin ekki eins alvarleg og leit út fyrir en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigrún hlýtur batakveðjur frá Karfan.is og vonandi verður hún komin á völlinn aftur sem fyrst.