Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í dag. Í Seljaskóla sigraði Fjölnir heimastúlkur úr ÍR og á Akureyri vann Þór lið Hamars.
Grindavík sigraði Ármann heima í Mustad Höllinni í leik þar sem leikstjórnandi þeirra, Embla Kristínardóttir, skilaði þrennu. 11 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum spiluðum. Eftir leikinn er Grindavík komið upp að hlið KR á topp deildarinnar, en KR á þó tvo leiki til góða.
Staðan í deildinni
Úrslit dagsins
1. deild kvenna: